Vöruframleiðsla

Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar.

18. ágúst – 22. september

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur æfa sig í vinnutengdum athöfnum á vinnusvæðum iðjunnar ásamt því að æfa sig í mætingum, stundvísi, auka virkni og að geta leitað eftir aðstoð hjá leiðbeinendum og þátttakendum iðjunnar. Námskeiðið er í umsjón starfsmanna Janusar endurhæfingar. 

  • Fimmtudaga kl. 9.00 – 11.30 (2. hæð – Miðja)

Markmið vöruframleiðslu er að gefa þátttakendum innsýn inní vöruframleiðslu, hvernig markaðurinn vinnur og hvernig hægt er að koma listmunum til kaupenda. Verkefnin eru fjölbreytt þar sem bæði er hægt að vinna í hóp eða sinna sjálfstæðu verkefni. 

Verkþættir eru misjafnir allt frá því að gera einn verkþátt uppí að gera marga í hverjum tíma þannig að allir ættu að geta fundið verkefni við sitt hæfi og áhugasvið.

Á námskeiðinu vöruframleiðsla munum við framleiða vörur sem við ætlum að selja í verslunum og mun allur ágóðinn renna óskertur í styrktarsjóð Janusar endurhæfingar.

Við munum gera vinnuáætlun. Finna bestu leiðir fyrir framleiðslu hvers hlutar ásamt hönnun hans, pökkun, ljósmyndun, merkingu og auglýsingu.

Þátttakendur sjá um að framleiða vörurnar eftir vinnuáætlun.

Við munum stefna á að hafa sölumarkað 1. Fimmtudag í hverjum mánuði þar sem til sölu verða þeir munir sem þátttakendur hafa búið til á öðrum námskeiðum og munum við undirbúa auglýsingar og kynningu fyrir þessa sölu ásamt uppstillingu og öðrum verkefnum sem til falla fyrir söluna.

Framleiddir verða uppkveikikubbar, umbúðir utan um þá og þeir merktir.

Hannaðar verða umbúðir utan um tálgaðar ljósaseríur. Þeim pakkaða inn og þær merktar.

Unnið verður með hnýttar lykklakyppur sem við ætlum að selja sem styrktarverkefni fyrir Janus.

Allir listmunir sem skapaðir verða á námskeiðinu verða seldir í netsölu Styrktarsjóðs Janusar endurhæfingar. Allur ágóðinn af sölunni rennur beint í sjóðinn og nýtist þannig þeim þátttakendum sem eru í fjárhagslegri neyð, sjá nánar á heimasíðu. Janusar endurhæfingar.

Atvinnutengd vinnufærni:  Þjálfa sig í að vera hluti af verkferli t.d. við framleiðslu, þjálfa sig í vinnuhraða, auka úthald til vinnu bæði andlega og líkamlega, finna styrkleika sína og vinna með þá og auka getu og úthald til að sinna verkefnum sem höfða ekki til þeirra.

Félagsfærni: Vinna með vinnutengd samskipti t.d. hvað er viðeigandi að ræða um á vinnusvæði, skiptast á upplýsingum á vinnusvæði tengt verkefninu, koma skilaboðum áfram, spjalla við aðra þátttakendur eins og t.d. að taka þátt í umræðuefni á vinnusvæði og þjálfun í að aðstoða aðra, auka félagslega færni og  lesa í félagslegar aðstæður.

Hand- og verkfærni: Þjálfa sig í að fara eftir leiðbeiningum, ýta undir skapandi hæfileika.

Allir listmunir sem skapaðir verða á námskeiðinu verða seldir í netsölu Styrktarsjóðs Janusar endurhæfingar. Allur ágóðinn af sölunni rennur beint í sjóðinn og nýtist þannig þeim þátttakendum sem eru í fjárhagslegri neyð, sjá nánar á heimasíðu. Janusar endurhæfingar.

Námskeiðið er opinn hópur og verður hægt að skrá sig eftir að námskeið hefst. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur verða Halldór Bjarki Ipsen, Sigríður Hannesdóttir og Þórhildur Kristjánsdóttir.

Scroll to Top