Vöruframleiðsla fyrir sölusíðuna

27.maí – 24.júní

Markmið námskeiðsins er að búa til söluvörur fyrir sölusíðu Janusar endurhæfingar. Ágóðinn af sölusíðunni rennur í styrkarsjóð Janusar endurhæfingar.

  • Mánudagar kl. 13:00 – 15:30 (2.hæð – suður)

Þetta námskeið eflir vinnumiðaða hugsun, þar eru þátttakendur ekki að búa til hluti handa sér sjálf heldur skapa þau söluvöru sem á að seljast. Á þessu námskeiði er skýr vinnutengd og vinnumiðuð hugsun þar sem skilvirkni og afkastasemi ráða för. Það má því líkja vöruframleiðsluna fyrir sölusíðuna sem einskonar vinnusmiðju sem undirbýr þátttakendur til starfa á vinnumarkaði.

Dæmi um vörur sem býðst til að skapa eru:

  • Myndlist (málað á striga, mósaík..)
  • Tækifæriskort (afmæli, fermingar, skírnir, giftingar..)
  • Textílvörur (tuskur, töskur, vettlingar, húfur, koddar..)
  • Vöruhönnun (tálguð áhöl, nytjahlutir, lazerskorið og 3d prentað..)

Ef það gefst tími í lok lotunnar nýtum við hann í áframhaldandi hugmyndavinnu og hugum að þróun á fleiri söluvörum. Það er þá horft til bæði nýrra hugmynda og þeim sem var byrjað á í lotum þar á undan. 

ATH – Þó að við horfum til þess sem búið er að gera í síðustu lotum þá er þetta ekki framhaldsnámskeið, heldur eru allir velkomnir að koma og vera með.

Námskeiðið er opinn hópur. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinandi verður Rebekka Ashley.

Scroll to Top