Vinnustofa iðjunnar – fyrir hádegi

10. janúar – 14. febrúar

Markmið námskeiðs er að þátttakendur þjálfa vinnutengda þætti,  svo sem mætingar, stundvísi, leita eftir aðstoð, fara að fyrirmælum, fylgja verkferlum, taka ábendingum og bera ábyrgð.

Námskeiðið er í umsjón starfsmanna Janusar endurhæfingar. 

  • Þriðjudaga kl. 9.00 – 11.30 (2. hæð Vestur) og kl. 13.00 – 15.30 (2. hæð Vestur)

Unnið verður að fyrirfram ákveðnum verkefnum við framleiðslu á vörum fyrir markaði og sölusíðu Janusar endurhæfingar.

Ágóði af sölu þessara vara rennur í Styrktarsjóð Janusar endurhæfingar (sjá heimasíðu Janusar)

(Einnig (mögulega) verða unnin einföld verkefni fyrir utanaðkomandi aðila svo sem pökkunarverkefni. )

Atvinnutengd vinnufærni: Þátttakendur þjálfa vinnutengda þætti,  svo sem mætingar, stundvísi, leita eftir aðstoð, fara að fyrirmælum, fylgja verkferlum, taka ábendingum og bera ábyrgð. Þeir þjálfa sig í að vinna verkefni frá upphafi til enda, vera hluti af verkferli, vinna sjálfstætt og með öðrum, auka úthald og getu til að sinna verkefnum sem mögulega liggja utan áhugasviðs viðkomandi.

Félagsfærni: Vinna með vinnutengd samskipti t.d. hvað er viðeigandi að ræða um á vinnusvæði, skiptast á upplýsingum á vinnusvæði tengt verkefninu, koma skilaboðum áfram, spjalla við aðra þátttakendur eins og taka þátt í umræðuefni á vinnusvæði og þjálfun í að aðstoða aðra.

Hand- og verkfærni: Þjálfa verkfærni, vinna með líkamsbeitingu, samhæfingu hreyfinga, fínhreyfingar o.fl.

Námskeiðið er opinn hópur og verður hægt að skrá sig eftir að námskeið hefst. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur verða Halldór Bjarki Ipsen og Þórhildur Kristjánsdóttir.

Scroll to Top