Vefum vegglist og mottur

Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar

Markmið námskeiðsins er að bjóða upp á streitulosandi handavinnu í notalegu umhverfi og einnig að skapa tækifæri til að vinna í samfélagi við aðra og virkja áhugahvöt hvers og eins og sköpunargleði.

  • Miðvikudaga kl. 13.00 – 15.30 (2. hæð Miðja)

Á námskeiðinu verða kenndar aðferðir við að vefa veggskraut og mottur með ýmsu móti, í litlum eða stórum stærðum til að búa til einstaka listmuni. Annars vegar verður notast við niðurrifin lök sem þátttakendur í taulitunar námskeiðum bjuggu til og hins vegar ýmis konar ullargarn. Þátttakendur fá að vinna í hóp og spreyta sig á mismunandi aðferðum í vefnaði. Grunnaðferðin í vefnaði byggist á þessu einfalda yfir og undir mynstri eða ,,Einskeftu“ en flóknari mynstur byggjast á hnútum sem eru einnig notaðir í ,,Macramé“ eða hnýtingum.

Í viku 1 og 2 á námskeiðinu vinna allir saman í hóp við að strengja snæri upp á vefnaðar rammann eftir leiðbeiningum kennara og byrja svo að vefa grunnvefnaðinn sem kallast ,,Einskefta“. Það er þetta einfalda undir og yfir mynstur. Í framhaldinu verður farið í hnýtt mynstur og ,,Vaðmálsvefnað“.

Í viku 3. og 4. Vinnum við öll í hóp við að vefa gólfmottur. Þar sem þær eru hlutfallslega stærri en vegglistin, þá munu 2 og 2 vinna saman að einni mottu. Það er þó ekki skylda.

Í viku 5. og 6. verður unnið frjálst og einnig gengið frá ókláruðum verkefnum.

Listmunir sem skapaðir verða á námskeiðinu verða seldir í netsölu Styrktarsjóðs Janusar endurhæfingar. Allur ágóðinn af sölunni rennur beint í sjóðinn og nýtist þannig þeim þátttakendum sem eru í fjárhagslegri neyð, sjá nánar á heimasíðu Janusar endurhæfingar.

Þátttakendur mega velja og eiga einn listmun á önn af öllum þeim listmunum sem þeir framleiða í iðjunni, á meðan að þeir eru í endurhæfingunni og taka þátt í listmunasköpun innan Janusar endurhæfingar. Allir aðrir listmunirnir þátttakenda „ganga til góðs“, þ.e.a.s. verða seldir í netsölu Styrktarsjóðs Janusar endurhæfingar.

Námskeiðið verður opinn hópur og verður hægt að skrá sig eftir að námskeið hefst. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinandi verður Sigríður Hannesdóttir

Scroll to Top