Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar
Miðvikudaginn 24. febrúar hefst námskeiðið Uppeldi sem virkar. Markmið námskeiðsins er að styrkja foreldra í uppeldishlutverkinu.
- Miðvikudaga kl. 9.00 – 11.00
Námskeiðið samanstendur af stuttum fræðsluerindum, verkefnum, æfingum og umræðum. Á námskeiðinu verður rætt um eftirfarandi viðfangsefni:
– Koma í veg fyrir hegðunarerfiðleika.
– Hjálpa börnum að þróa með sér öryggi, sjálfstæði og jákvæðni.
– Auka eigin styrkleika og færni í foreldrahlutverkinu.
– Nota aga á jákvæðan og árangursríkan hátt.
– Kenna börnum æskilega hegðun.
– Takast á við venjuleg vandamál í uppeldi.
Námskeiðið er lokaður hópur og því ekki hægt að skrá sig í það á miðju tímabili. Skráning fer fram í samvinnu við tengiliði og inn á Janus Manager. Leiðbeinandi verður Salóme Halldórsdóttir, félagsráðgjafi og Sigríður Pétursdóttir, iðjuþjálfi.