Tómstundir og frítíminn

Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar

Föstudaginn 5. mars hefst námskeiðið Tómstundir og frítíminn. Markmið námskeiðsins er að opna huga fólks fyrir því sem að frítíminn hefur upp á að bjóða og hvernig hægt er að nýta hann til góðs og á uppbyggjandi hátt. Einstaklingar eiga alltaf lögbundinn frítíma en aðstæður eru mismunandi og því ólíkt milli fólks hversu mikill tími fer í tómstundir og hversu mikil orka getur farið í þær. Námskeiðið mun kynna þátttakendur fyrir fræðunum á bakvið tómstundir auk þess að verða þeim hvatning til að forgangsraða tómstundum sínum og öðrum jákvæðum athöfnum í frítíma.

  • Föstudaga kl. 10.30 – 12.00

Námskeiðið mun fjalla um frítíma okkar, áhugamál og tómstundir. Þátttakendur fá tækifæri til að ígrunda eigin tómstundir og virkni í frítíma.

Efni námskeiðsins verður:

– Skilgreiningar á tómstundum og frítíma eru skoðaðar

– Kynnumst mismunandi sviðum tómstunda

– Fræðsla um tómstundir í samfélagi nútímans

– Áhrif tómstundaiðkunnar á einstaklinga

– Hindranir til tómstundaiðkunar

– Mat á eigin tómstundum

Hver tími byrjar með kveikju spurningu til að koma hugsunum þátttakenda í gang og fá þau strax á stað við að tengja efni tímans við eigið líf og hugmyndir.

Hvað er það fyrsta sem þið hugsið þegar þið heyrið orðin tómstundir og frítími?

Hver ætli sé mesti munurinn á tómstundum í dag og fyrir 60 árum (1960)?

Hvaða tómstundir voru iðkaðar á þínu heimili þegar þú varst yngri?

Það verða stutt einstaklingsverkefni í hverjum tíma sem að eru gerð í tímanum fyrir hlé og svo annað ígrundunarverkefni í lok hvers tíma.

Námskeiðið er lokaður hópur og geta þátttakendur ekki skráð sig hvenær sem er á tímabilinu. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur verða Jóna Guðbjörg Ágústsdóttir, tómstunda- og félagsfræðinemi og Linda Ólafsdóttir, félagsfræðingur.

Scroll to Top