Tómstundir og áhugamál

22.maí – 26.júní

Markmið námskeiðsins er að gefa þátttakendum tækifæri til þess að prófa mismunandi tómstundir og áhugamál sem eru í boði utan Janus.

Miðvikudagar kl. 11:20 – 13:00 (mæting: 3.hæð setustofa)

Námskeiðið er frábært tækifæri til þess að prófa tómstundir sem eru í boði utan Janus. Stefnt er að prófa tómstundir eins og til dæmis: badminton, golf, veiði, Arena (rafíþróttir) og fleira.

Það er mikilvægt að eiga áhugamál sem við njótum að stunda og veita okkur gleði. Með þessu námskeiði geta þátttakendur prófað ýmis tómstundir sér að kostnaðalausu og mögulega tekið það upp sem áhugamál í framtíðinni. Maður veit aldrei hvort eithvað sé skemmtilegt nema að prófa það.

Allir hittast í Janus (þriðju hæð) á miðvikudögum kl. 11:20 og lagt verður af stað frá Janus kl. 11:30. Það verður í boði að fá far eða fara á eigin bíl.

Námskeiðið er opinn hópur. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur verða Birgir Traustason og Halldór Bjarki Ipsen

Scroll to Top