Tölum saman

27.maí – 24.júní

Markmið námskeiðsins er að þjálfa þátttakendur í að ræða saman og vonandi að einhverjir eigi auðveldara með að tjá sig og eignast vini.

Mánudagar kl. 10:00 – 11:30 (4.hæð)

Eftirfarandi má sjá grófa dagskrá:

– 1. tími: Grunnur að góðum samskiptum. Vinna saman eitt og eitt, taka viðtal við hvort annað og kynna síðan viðkomandi einstakling fyrir hópnum.

– 2. tími: Unnið með virka hlustun og líkamsstöðu. 1 á 1, allir tala við alla og kynnast.

– 3. tími: Samtalið, hefja, viðhalda og enda samtal. Vinna í litlum hópum (3-4 í hóp)

– 4. tími: Farið í erfið samskipti. Vinna í 4 manna hópum, rök með og á móti.

Námskeiðið er opinn hópur og geta þátttakendur skráð sig hvenær sem er á tímabilinu. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager.  Umsjónarmenn námskeiðs verða Jón Hjalti Brynjólfsson og Birgir Traustason.

Scroll to Top