Textíll, svuntur og munir í grill og garðinn (e. hádegi)

Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar

Miðvikudaginn 24. febrúar hefst námskeiðið Textíll, svuntur og munir í grill og garðinn. Á námskeiðinu verða búnar til ýmsar nytjavörur og listmunir úr efnum og leðri. Þátttakendur fá að spreyta sig á að gera til dæmis grillsvuntur, pottaleppa, prjónaðar/heklaðar borðtuskur og vaxdúka. Einnig notum við stensla til að skrifa á og skreyta svunturnar, pokana eða annað.

  • Miðvikudaga kl. 9.00 – 11.30 og kl. 13.00 – 15.30.

Markmið námskeiðsins er að öðlast færni í að sauma og njóta þess að hanna fallegar nytjavörur og listmuni. Einnig að skapa tækifæri til að vinna með öðrum og virkja áhugahvöt og sköpunargleði. Vörurnar verða síðan seldar og mun allur ágóðinn af þeim renna í Styrktarsjóð Janusar endurhæfingar og nýtast þeim sem eru í fjárhagslegri neyð, sjá nánar á heimasíðu Janusar endurhæfingar.

Námskeiðið er opinn hópur og geta þátttakendur skráð sig hvenær sem er á tímabilinu. Skráning fer fram í samvinnu við tengiliði og inn á Janus Manager. Leiðbeinandi verður Þórhildur Kristjánsdóttir og Sigríður Hannesdóttir.

Scroll to Top