Textíll – prjón, hekl, útsaumur, bútasaumur ofl

23.maí – 27.júní

Markmið námskeiðsins er að bjóða upp á streitulosandi handavinnu í notalegu umhverfi og einnig að skapa tækifæri til að vinna í samfélagi við aðra og virkja áhugahvöt hvers og eins og sköpunargleði.

  • Fimmtudagar kl. 09:00 – 11:30 (2.hæð – miðja)

Á námskeiðinu verður hægt að velja efnivið og útfærslu á handavinnu. Í boði er að koma með hugmyndir af eigin verkefni eða vinna verkefni fyrir Janus endurhæfingu sem verður kynnt nánar á námskeiðinu. Sem dæmi verður til boða að prjóna, hekla, sauma út, bútasauma og sauma með saumavél. Handavinnu verkefni fyrir Janus eru t.d. tuskur, viskastykki, koddaver, diskamottur, pottaleppar og fjölnota pokar.

Námskeiðið er opinn hópur. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur verða Sólveig Gísladóttir og Rebekka Ashley.

Scroll to Top