Textíll

Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar

9.janúar – 13.febrúar

Markmið námskeiðsins er að bjóða upp á streitulosandi handavinnu í notalegu umhverfi og einnig að skapa tækifæri til að vinna í samfélagi við aðra og virkja áhugahvöt hvers og eins og sköpunargleði. Námskeiðið er í umsjón starfsmanna Janusar endurhæfingar.

  • Þriðjudaga kl. 13.00 – 15.30 (2. hæð Miðja)

Ýmislegt handverk: hekl, prjón, útsaum, saumavél og fl.

Í boði er að koma með eigin verkefni eða vinna verkefni fyrir Janus endurhæfingu sem verður kynnt nánar á námskeiðinu.

Námskeiðið er opinn hópur og verður hægt að skrá sig eftir að námskeið hefst. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur verða Sólveig Gísladóttir og Hrefna Þórðardóttir.

Scroll to Top