Tálgun og skiltagerð

Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar

Markmiðið er að búa til fallega og nytsama hluti og kynnast sjálfum sér betur í gegnum listsköpun. Auka verkfærni og efla sjálfstraustið gegnum fjölbreytta iðju. Einnig að skapa tækifæri til að vinna með öðrum og virkja áhugahvöt og sköpunargleði.

Mánudaga kl. 9.00 – 11.30 (2. hæð Vestur)

Fimmtudaga kl. 13.00 – 15.30 (2. hæð Vestur)

Á námskeiðinu verður farið yfir grunn í tálgun og verkefni sem verður byrjað er á eru sleif, smjörhnífur og kökuprjónn. Að því loknu taka við ögn flóknari verkefni svo sem fugl, saltbátur, skál, bolli og brauðbretti. 

Á námskeiðinu verða einnig búin til ýmis konar skilti og veggskraut. Notast má við servíettur og Mod Podge lím, akrýl málningu og stensla fyrir stafi og myndskreytingar.

Á námskeiðinu verður farið yfir grunn í tálgun og öruggar aðferðir til tálgunar og meðhöndlunar viðar kenndar. Auk þess verður kenndur vandaður frágangur verkefna sem eykur líkur á langlífi gripanna. Einnig verður kennd brýning og viðhald hnífsins. Á námskeiðinu verða ýmsir hlutir tálgaðir úr blautum viði en einnig unnið með þurran við. Þátttakendur fá leiðsögn í að ná tökum á sérstökum hnífsbrögðum með hárbeittum hnífum og tileinka sér rétta umgengni við bitverkfæri t.d. axir. 

Listmunir sem skapaðir verða á námskeiðinu verða seldir í netsölu Styrktarsjóðs Janusar endurhæfingar. Allur ágóðinn af sölunni rennur beint í sjóðinn og nýtist þannig þeim þátttakendum sem eru í fjárhagslegri neyð, sjá nánar á heimasíðu Janusar endurhæfingar.

Þátttakendur mega velja og eiga einn listmun á önn af öllum þeim listmunum sem þeir framleiða í handverkinu, á meðan að þeir eru í endurhæfingunni og taka þátt í listsköpun innan Janusar endurhæfingar. Allir aðrir listmunirnir þátttakenda „ganga til góðs“, þ.e.a.s. verða seldir í netsölu Styrktarsjóðs Janusar endurhæfingar.

Námskeiðið verður opinn hópur og verður hægt að skrá sig eftir að námskeið hefst. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinandi verður Halldór Bjarki Ipsen.

Scroll to Top