Tálgun, hönnun lampa og trjáhúsa

Markmið námskeiðsins er að bjóða upp á streitulosandi handavinnu í notalegu umhverfi og einnig að skapa tækifæri til að vinna í samfélagi við aðra og virkja áhugahvöt hvers og eins og sköpunargleði.

Miðvikudaga kl. 13.00 – 15.30

Á þessu námskeiði verður boðið uppá fjölbreytt verkefni og þátttkendur geta verið með nokkur verkefni í gangi hverju sinni

 Á námskeiðinu verður farið yfir grunn í tálgun og öruggar aðferðir til tálgunar og meðhöndlunar viðar kenndar.  Einnig hönnun á lömpum og húsum úr trjágreinum.

Hvað verður gert?

Á námskeiðinu verða ýmsir hlutir tálgaðir úr blautum viði en einnig unnið með þurran við. Þátttakendur fá leiðsögn í að ná tökum á sérstökum hnífsbrögðum með hárbeittum hnífum og tileinka sér rétta umgengni við bitverkfæri t.d. axir. Dæmi um verkefni sem byrjað er á er sleif, smjörhnífur og kökuprjónn. Að því loknu taka við ögn flóknari verkefni svo sem fugl, saltbátur, skál, bolli og brauðbretti. 

Lampagerð: Þar munum við hnýta saman greinar og útbúa skerm sem festist á greinarnar  ásamt öðrum útfærslum.

Hús : við notum trjágreinar sem við klippum niður og límum saman, fallegt að setja ljósaseríu inní tréhúsin, útfærsla og hönnun getur verið nokkuð frjáls.

Námskeiðið verður opinn hópur og verður hægt að skrá sig eftir að námskeið hefst. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinandi verður Halldór Bjarki Ipsen, Sigríður Hannesdóttir og Þórhildur Kristjánsdóttir.

Scroll to Top