Tálgun (föstudaga)

Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar

Þriðjudaginn 23. febrúar hefst námskeiðið Tálgun. Á námskeiðinu verður farið yfir grunn í tálgun og öruggar aðferðir til tálgunar og meðhöndlunar viðar kenndar auk þess verður kennt að kljúfa og frágangur verkefna sem eykur líkur á langlífi gripa. Auk þess verður kennd brýning og viðhald hnífsins. Markmiðið er að búa til fallega og nytsama hluti, láta sköpunargleðina njóta sín og efla sjálfstraustið. Markmið námskeiðs er einnig að auka verkfærni og efla sjálfstraust með fjölbreyttri iðju.

  • Þriðjudaga kl. 13.00-15.30
  • Fimmtudaga kl. 13.00 – 15.30
  • Föstudaga kl. 13.00 – 14.30

Í boði verður að gera nytsamlega hluti sem og skrautmuni. Þátttakandi má velja einn hlut af þeim sem hann framleiðir og eiga en aðrir fara á markað Janusar endurhæfingar. Vilji þátttakandi kaupa vöru sem framleidd er fyrir markaðinn borgar hann markaðsverð fyrir hana.

Á námskeiðinu verða ýmsir hlutir tálgaðir úr blautum viði en einnig unnið með þurran við. Þátttakendur fá leiðsögn í að ná tökum á sérstökum hnífsbrögðum með hárbeittum hnífum og tileinka sér rétta umgengni við bitverkfæri t.d. axir. Dæmi um verkefni sem byrjað er á: sleif, smjörhnífur, kökuprjónn. Að því loknu taka við ögn flóknari verkefni svo sem: fugl, saltbátur, skál, bolli, brauðbretti, sumarleikföng. 

Námskeiðið er opinn hópur og geta þátttakendur skráð sig hvenær sem er á tímabilinu. Skráning fer fram í samvinnu við tengiliði og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur verða Halldór Bjarki Ipsen. 

Scroll to Top