Tæknihornið- vinnustofa

12. janúar – 16. febrúar

Fyrir hverja: Fyrir þá þátttakendur Janusar endurhæfingar sem hafa komið á námskeiðið Tæknihornið hér í Janus eða hafa góða þekkingu á Inkscape og/eða Tinkercad.

Markmið námskeiðsins er að gefa þátttakendur tækifæri til að hanna og vinna með þrívíddarprentara og leiserskurðvél.

  • Fimmtudaga kl. 13.00 – 14.30 (3. hæð – Tölvurými)

Þátttakendur fá aðstoð við að hanna, prenta út eða skera út sína hönnun. Ekki er um kennslu að ræða þannig að þátttakendur verða að hafa einhvern grunn til að vinna með.

Námskeiðið verður opinn hópur og verður hægt að skrá sig eftir að námskeið hefst. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur verða Steinberg Þórarinsson og Benjamín Júlíusson.

Scroll to Top