Styrkleikar – Örnámskeið

14, desember

Á námskeiðinu verður fjallað um styrkleika og gerð verða verkefni sem hjálpa þátttakendum að átta sig á styrkleikum sínum. Um er að ræða bæði fræðslu og verklegan tíma þar sem notast verður við styrkleikakort.

  • Fimmtudaginn 14. desember kl. 13.00 – 15.00 (4. hæð)

Einstaklingar sem þekkja og nýta styrkleika sína öðlast meira sjálfsöryggi, betri lífsgæði og eru jákvæðari. Það að nota styrkleika sína í daglegu lífi getur aukið vellíðan, hamingju, orku og starfsánægju ásamt því að bæta frammistöðu í námi og starfi.

Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinandi verður Elsa Guðrún Sverrisdóttir.

Scroll to Top