Stuðningur í atvinnuleit (þriðjudagur)

Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar sem eru farnir að huga að atvinnuleit.

Markmið námskeiðs er að aðstoða og undirbúa þátttakendur fyrir vinnumarkaðinn. Í námskeiðinu eru ólík verkefni unnin undir handleiðslu starfsmanna.

  • Mánudaga  kl. 13.00-14.00 (3. hæð, Holtasóley og tölvusvæði)
  • Þriðjudaga  kl. 11.00-12.00 (3. hæð, Holtasóley og tölvusvæði)

Þátttakendur vinna sjálfstætt með aðstoð starfsmanna. Hver og einn vinnur á þeim stað þar sem hann er í ferlinu að leita sér að starfi eða undirbúa atvinnuleit. Þar má nefna að gera ferilskrá, kynningarbréf, aðgang að alfred.is og að sækja um störf.

Námskeiðið er opinn hópur og geta þátttakendur skráð sig hvenær sem er á tímabilinu. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur verða Benjamín Júlíusson, Alma Rún Vignisdóttir og Anna Þóra Þórhallsdóttir.

Scroll to Top