Stuðningur í atvinnuleit (þriðjudaga)

Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar sem eru farnir að huga að atvinnuleit.

Mánudaginn 22. febrúar hefst námskeiðið Stuðningur í atvinnuleit fyrir þátttakendur sem eru farnir að huga að atvinnuleit. Markmið námskeiðs er að aðstoða og undirbúa þátttakendur fyrir vinnumarkaðinn. Í námskeiðinu eru ólík verkefni unnin undir handleiðslu starfsmanna.

  • Mánudaga  kl. 13.00-14.00 (3. hæð, Holtasóley og tölvusvæði)
  • Þriðjudaga  kl. 11.00-12.00 (3. hæð, Holtasóley og tölvusvæði)

Námskeiðið er opinn hópur og geta þátttakendur skráð sig hvenær sem er á tímabilinu. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur verða Benjamín Júlíusson, Alma Rún Vignisdóttir og Anna Þóra Þórhallsdóttir.

Scroll to Top