Streitustjórnun

Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar

Markmið námskeiðsins er að vekja þátttakendur til umhugsunar og skapa umræðu um hvað streita og streitustjórnun er. Einnig verður streita sett í samhengi við daglegt líf.

  • Fimmtudaga kl. 13.00 – 15.00  (4. hæð)

Námkeiðið fer þannig fram að leiðbeinendur munu hvetja til umræðna um málefni þessu tengt. Í lok hvers tíma er markmiðssetning.

Eftirfarandi viðfangsefni verða rædd:

  • Streita – einkenni.
  • Hvernig er streita að hafa áhrif á daglegt líf?
  • Streitustjórnun (Jafnvægi í daglegu lífi, rútína, tímastjórnun, forgangsröðun)
  • Slökun/Núvitund
  • Hvernig upplifum við ró við aðrar athafnir?
  • Samantekt

Námskeiðið verður opinn hópur og verður hægt að skrá sig eftir að námskeið hefst. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur verða Berglind Ásgeirsdóttir og Lena Rut Olsen.

Scroll to Top