Skrefin í átt að umhverfisvænni lífstíl (fjarfræðsla)

Námskeiðið er fyrir alla þátttakendur Janusar endurhæfingar.

Föstudaginn 26. febrúar hefst námskeiðið Skrefin í átt að umhverfisvænni lífstíl. Marmiðið er að þátttakendur verði meðvitaðri neytendur og viti hvað er í boði og hvað þeir geta gert til að breyta markaðnum eins og hann er í dag.

  • Föstudaga kl. 11.00-12.00

Helstu viðfangsefni sem fjallað verður um eru:

– Stærstu umhverfisspillar í heiminum – útblástur frá bílum og flugvélum, einnota plast, örplast og landbúnaður

– Máttur neytandans – framboð og eftirspurn

– Hvað getum við gert sem einstaklingar?

– Af hverju er einnota plast endilega slæmt? Mengun, landfylling, offramleiðsla

– Staðreyndir um plastúrgang

– Hvaðan kemur örplastið?

– Losun plasts fyrir hvert rými á heimilinu

– Endurvinnsla – lagar ekki vandamálið

– Fatnaður

– Hvað er í boði á Íslandi? Verslanir og samfélagsmiðlar

Námskeiðið er opinn hópur og geta þátttakendur skráð sig hvenær sem er á tímabilinu. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Námskeiðið verður í umsjón Halldóru Birtu og SIgríðar Pétursdóttir.

Scroll to Top