Skógarlíf í borginni – Öskjuhlíð

23.maí – 27.júní

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur fái tækifæri til að að ná tengingu við náttúruna og upplifa þá vellíðan sem hún býður upp á. Að styrkja félagsleg tengsl úti í náttúrinni. Að þátttakendur læri að kvista og grisja til þess að geta nýtt sér heima. Að þáttakendur fræðist um áhrif gróðurs á líðan.

Fimmtudagar kl. 13:00 – 15:30 (mæting: 2.hæð vestur og svo farið í Öskjuhlíð)

Göngustígar verða lagðir og almennri skógarumhirðu sinnt. Gróðursetning, grisjun og kvistun eftir ástandi og þörfum svæðisins. Einnig verður hægt að njóta skógarbaða, eins og það hefur verið kallað og merkir að njóta náttúrunnar í algjörri núvitund. Fyrir þá sem vilja verður boðið upp á, jóga, hláturjóga, fuglaskoðun, taka myndir af náttúru og dýrum.

Hist verður í Janus endurhæfingu kl. 13:00, á annarri  hæð vestur (tálgunarsvæði) og sameinast í bíla og farið saman í Öskjuhlíð. Við munum taka nestispásu og hvetjum alla til að muna að klæða sig eftir veðri.

Námskeiðið er opinn hópur. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinandi verður Halldór Bjarki Ipsen.

Scroll to Top