Skógarlíf í borginni og grænir fingur

Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar

  • Fimmtudaga kl. 13.00 – 15.00 (2. hæð Vestur, Öskjuhlíð og Laugardalur)

Laugardalur

  • Sá mismunandi tegundum af grænmeti/blómum/kryddjurtum. Þátttakendur geta tekið kryddjurtir með sér heim ef þeir hafa áhuga á því og haldið áfram ræktuninni heima fyrir. Einnig verður létt fræðsla um umhirðu vinsælla tegunda pottablóma í bland við léttar göngur í nærumhverfinu.

Janus endurhæfing

  • Kynning/fræðsla um garðyrkju frá umsjónaraðilum/garðyrkjufræðingi og undirbúa matjurtargarða fyrir sáningu. Heimsókn í matjurtagarð grasagarðs. Léttar göngur um nærumhverfi.

Öskjuhlíð

  • Göngustígar verða lagaðir og almennri skógar umhirðu sinnt. Gróðursetning, grisjun og kvistun eftir ástandi og þörfum svæðisins. Einnig verður hægt að njóta náttúrunnar í algjörri núvitund.

Námskeiðið verður opinn hópur og verður hægt að skrá sig eftir að námskeið hefst. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur verða Sigríður Ósk Hannesdóttir og Halldór Bjarki Ipsen.

Scroll to Top