Sjálfsefling – Vertu þú sjálfur

Markmið námskeiðsins er að þáttakandinn finni fyrir auknu sjálfstrausti, sjálfsöryggi, sjálfsvirðingu og væntumþykju í eigin garð.

  • Þriðjudaga kl. 9.00 – 10.00 (3. hæð – Tölvurými / Holtasóley)

Námskeiðið byggist á fræðslu, umræðum, verkefnum  og  heimaverkefnum. Helstu atriði sem fjallað verður um eru: Heilbrigt sjálfstraust, sjálfsvirðing, persónulegur réttur minn, hamingja, styrkleikar, tilfinningagreind /mismunandi greind, kærleikur, samkennd, samskipti mér til framdráttar og hugleiðsla.

Námskeiðið verður lokaður hópur og verður ekki hægt að skrá sig eftir að námskeið hefst. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinandi er Sigríður Anna Einarsdóttir.

Scroll to Top