Sinfónía sjálfstraustsins (fjarfræðsla)

Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar

Þriðjudaginn 23. febrúar hefst námskeiðið Sinfónía sjálfstraustsins. Markmiðið með námskeiðinu er að virkja utansemjuhluta ósjálfráða taugakerfisins og að hvílast, upplifa ró og frið hið innra. Einnig að styrkja jákvætt viðhorf og væntumþykju til sjálfs síns og þar með efla sjálfstraustið.

  • Þriðjudaga kl. 13.00 – 14.15

Slökun fyrir allan líkamann. Í slökuninni er jafnframt sjálfstyrking sem eflir sjálfstraust og væntumþykju í eigin garð. Mikilvægt er að geta verið á stað þar sem maður verður ekki fyrir truflun, biðja aðra um að taka tillit til þess. Það getur verið árangursríkara að vera með heyrnartól. Mælt er með að þátttakandinn slaki á, á milli tíma, helst á hverjum degi og hafi þá æfinguna í huga.

Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Námskeiðið er lokaður hópur og því ekki hægt að skrá sig í það á miðju tímabili. Námskeiðið telur til mætinga.

Umjónarmaður verður Sigríður Anna.

Scroll to Top