Píla

14. apríl – 26. maí

Markmiðið er að þátttakendur æfa sig í mætingum, stundvísi, auka virkni og að geta átt samskipti við leiðbeinanda og þátttakendur. Námskeiðið er í umsjón starfsmanna Janusar endurhæfingar. 

  • Föstudaga kl. 10.00 – 11.30

Á þessu námskeiði munum við spila pílu, Við eru með tvö spjöld þar sem við skiptum hópnum upp til að keppa sín á milli.

Eigum skemmtilega stund saman þar sem við tölum saman og æfum okkur í samskiptum við aðra.

Atvinnutengd vinnufærni: Þjálfa sig í að að vera hluti af hóp, auka trúna á sjálfan sig,  auka úthald til vinnu bæði andlega og líkamlega, finna styrkleika sína og vinna með þá.

Félagsfærni: Vinna með vinnutengd samskipti t.d. hvað er viðeigandi að ræða um á vinnusvæði, skiptast á upplýsingum á vinnusvæði tengt verkefninu, koma skilaboðum áfram, spjalla við aðra þátttakendur eins og taka þátt í umræðuefni á vinnusvæði og þjálfun í að aðstoða aðra.

Hand- og verkfærni: Vinna með líkamsbeitingu, samhæfingu hreyfinga, fínhreyfingar og skynáreiti, þjálfa sig í að fara eftir leiðbeiningum.

Námskeiðið er opinn hópur og verður hægt að skrá sig eftir að námskeið hefst. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinandi verður Halldór Bjarki Ipsen.

Scroll to Top