Peningarnir mínir

Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar

Markmið námskeiðsins er að efla þátttakendur Janusar endurhæfingar í að takast á við eigin fjármál.

  • Þriðjudaga kl. 13.00 – 15.30 (4. hæð)

Þriðjudaginn 28.september hefst námskeiðið Peningarnir mínir. Námskeiðið verður haldið í þrjú skipti þriðjudagana; 28.september, 5.október og 12.október frá kl. 13:00 – 15:30.

Á námskeiðinu verður farið í eftirfarandi viðfangsefni;

  • Fjármálalæsi
  • Sjálfshjálp í fjármálum
  • Áhrif fjármála á líðan
  • Fjármálahegðun
  • Sjálfsstjórn í fjármálum
  • Úrræði vegna fjármálavanda
  • Að setja sér markmið í fjármálum

Námskeiðið mun innihalda fræðslu, verkefni, umræður, myndbönd og gestafyrirlesara.

Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Námskeiðið er lokaður hópur og því ekki hægt að skrá sig í það á miðju tímabili. Námskeiðið telur til mætinga og er ætlað öllum þátttakendum Janusar endurhæfingar. Leiðbeinendur verða Elsa Sveinsdóttir og Sigríður Anna Einarsdóttir.

Scroll to Top