Pappír – Vöruþróun – Endurvinnsla

Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar

24. ágúst – 28. september

Markmið námskeiðsins er að þróa og búa til söluvörur, úr pappír, fyrir sölusíðu Janusar endurhæfingar. Ágóðinn af sölusíðunni rennur í Styrktarsjóð Janusar endurhæfingar.

  • Fimmtudaga kl. 13.00 – 15.30 (2. hæð Suður)

Tilgangur  námskeiðsins er þríþættur

  • Þróa og búa til söluvörur, úr pappír, fyrir sölusíðu Janusar endurhæfingar. Þar reynir á sköpun og hugmyndaflug. Leikum okkur að ýmsum hugmyndum og eru óhrædd að prufum ólíkar aðferðir og hugmyndir. Sumar verða að vörum aðrar ekki. Lykilatriði í þessu ferli eru gleði, áhugi, forvitni og skemmtun.
  • Efla vinnumiðaða hugsun, þar sem við erum ekki að búa til hluti handa okkur sjálfum, heldur söluvörur
  • Endurvinnsla. Notum eins mikið og við getum pappír sem upphaflega hafði annan tilgang en þann sem við finnum fyrir hann og mögulega hefði endað í ruslinu.

Við horfum til jólanna og leggjum áherslu á að búa til jólakort, merkimiða, gjafaumbúðir og jólaljós. Þau jólakort og merkimiðar sem þátttakendur telja líklegust til sölu verða mögulega fjöldaframleidd.

Námskeiðið er opinn hópur og verður hægt að skrá sig eftir að námskeið hefst. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinandi verður Hrefna Þórðardóttir.

Scroll to Top