Örnámskeið handverks – opin vinnustofa

Markmiðið er að búa til fallega og nytsama hluti og kynnast sjálfum sér betur í gegnum listsköpun. Auka verkfærni og efla sjálfstraustið gegnum fjölbreytta iðju. Einnig að skapa tækifæri til að vinna með öðrum og virkja áhugahvöt og sköpunargleði. 

  • Þriðjudaginn 9. ágúst kl. 9.00 – 11.30 og kl. 13.00 – 15.30
  • Miðvikudaginn 10. ágúst kl. 9.00 – 11.30 og kl. 13.00 -15.30
  • Fimmtudaginn 11. ágúst kl. 9.00 – 11.30 og kl.13.00 – 15.30
  • Föstudaginn 12.ágúst kl. 9.00 – 11.30.

Á námskeiðinu munu þátttakendur ljúka við hin ýmsu verkefni sem eru ókláruð frá fyrri námskeiðum ásamt því að taka þátt í undirbúningi fyrir ný námskeið s.s flokkun efna, tiltekt á svæðum og ýmislegt fleira.

Námskeiðið er opinn hópur og geta þátttakendur skráð sig hvenær sem er á tímabilinu. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager.

Umsjónarmenn námskeiðsins eru Halldór Bjarki Ipsen, Þórhildur Kristjánsdóttir og Sigríður Hannesdóttir.

Scroll to Top