Opin vinnustofa

Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar

19. desember – 22. desember

Markmið námskeiðsins er að bjóða upp á streitulosandi handavinnu í notalegu umhverfi og einnig að skapa tækifæri til að vinna í samfélagi við aðra og virkja áhugahvöt hvers og eins og sköpunargleði.

  • Mánudaginn 19. desember kl. 9-11
  • Þriðjudaginn 20. desember kl. 9-11
  • Miðvikudaginn 21. desember kl. 9-11
  • Fimmtudaginn 22. desember kl. 9-11

Boðið verður uppá að búa til Jólaskraut og verður ýmislegt efni í boði, t.d. pappír, efni, trjágreinar ofl.

Einnig býðst þátttakendum að vinna í og klára verkefni sem þau eru með vinnslu.

Námskeiðið er eitt skipti. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur verða Þórhildur Kristjánsdóttir, Halldór Bjarki Ipsen og Hrefna Þórðardóttir.

Scroll to Top