Núvitund

Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar.

15. ágúst – 23. september

Markmið námskeiðsins er að þjálfa aukna færni í núvitund. Læra leiðir til þess að ná betri stjórn á hugsunum og fá innsýn í líðan sína. Námskeiðið er í umsjón starfsmanna Janusar endurhæfingar. 

  • Mánudaga kl. 11.30 – 12.00
  • Föstudaga kl. 11.30 – 12.00

Boðið verður upp á núvitundaræfingar undir leiðsögn.

Námskeiðið er opinn hópur og verður hægt að skrá sig eftir að námskeið hefst. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager.Leiðbeinendur verða Sigríður Pétursdóttir (mánudaga) og Elsa Guðrún Sveinsdóttir (föstudaga).

Scroll to Top