Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar
23. ágúst – 20. september
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur verði betur undir það búnir að takast á við nám. Námskeiðið er í umsjón starfsmanna Janusar endurhæfingar.
- Miðvikudaga kl. 10.00 – 12.00 (4. hæð)
Fjallað verður m.a. um eftirfarandi:
- Skólaumhverfið
- Tímastjórnun
- Námstækni (námsaðferðir t.d. glósur, lestur)
- Vinnubrögð í námi
- Mikilvægi hreyfingar, næringar og svefns
- Aðstoð við nám (t.d. lengri próftími)
- Prófkvíða
Námskeiðið er lokaður hópur og verður ekki hægt að skrá sig eftir að námskeið hefst. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur verða Elsa Guðrún Sveinsdóttir og Sigríður Pétursdóttir.