Mósaík, veggljós og borðskraut

Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar

Markmið námskeiðsins er að kynna steypuna og þau fjölbreyttu listform sem hún býður upp á. Einnig að skapa tækifæri til að vinna með öðrum og virkja áhugahvöt hvers og eins og sköpunargleði. Við stefnum að því að framleiða listmuni sem prýtt geta garðinn hvort sem er heima eða við sumarbústað  eða í grillveislu.

  • Þriðjudaga kl. 13.00 – 15.30 (2. hæð)
  • Föstudaga kl. 9.00 – 11.30 (2. hæð)

Námskeiðið er tilvalið tækifæri til að fara í núvitund og stunda slakandi iðju. Mósaik gler verður límt á krukkur. Lokaútkoman verður falleg borðlýsing eða hangandi veggljós eða ljós í glugga.

Sprittkerti verða set í krukkurnar og litirnir sem valdir verða skapa einstaka og fallega stemningu í hverju rými. Einnig býðst að klára ókláruð mósaik verkefni frá fyrri námskeiðum.

Listmunir sem skapaðir verða á námskeiðinu verða seldir í netsölu Styrktarsjóðs Janusar endurhæfingar. Allur ágóðinn af sölunni rennur beint í sjóðinn og nýtist þannig þeim þátttakendum sem eru í fjárhagslegri neyð, sjá nánar á heimasíðu Janusar endurhæfingar.

Þátttakendur mega velja og eiga einn listmun á önn af öllum þeim listmunum sem þeir framleiða í iðjunni, á meðan að þeir eru í endurhæfingunni og taka þátt í listmunasköpun innan Janusar endurhæfingar. Allir aðrir listmunirnir þátttakenda „ganga til góðs“, þ.e.a.s. verða seldir í netsölu Styrktarsjóðs Janusar endurhæfingar.

Námskeiðið verður opinn hópur og verður hægt að skrá sig eftir að námskeið hefst. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur verða Halldór Bjarki Ipsen, Sigríður Hannesdóttir og Þórhildur Kristjánsdóttir.

Scroll to Top