Minn draumur fyrir árið 2023 – Vision Board

5. janúar

Markmiðið er að setja sér stefnu fyrir árið 2023 og gera stefnuna sýnilegri með markmiðasetningu.  Farið verður í raunhæfa markmiðasetningu og gerð verða óskaspjöld (vision board).

  • Fimmtudaginn 5. janúar kl. 9:00 – 11.30 (4. hæð)

 Árinu 2022 var að ljúka og nýtt ár 2023 er að líta dagsins ljós. Á námskeiðinu verður notast við eftirfarandi spurningar varðandi ásetning fyrir árið 2023.

  • Hvar vilt þú vera í lok árs 2023?
  • Hver vilt þú vera í lok árs 2023?
  • Hvað vilt þú uppskera á árinu 2023?

Við leyfum okkur að dreyma án nokkurra takmarka og setja drauminn fram á spjaldi og skýra þannig stefnuna okkar og horfum  þannig fram í tímann. Hvar viljum við sjá okkur. Við flettum blöðum, klippum út það sem grípur okkur þar, setjum það fram sem óskir og límum þær á spjald og búum okkur þannig til okkar eigið Óskaspjald fyrir árið 2023. Að hugsa myndrænt er ein leið til að vinna að markmiðum sínum.  Leið sem er sjónræn og minnir okkur á markmiðin okkar.

Allar breytingar byrja á okkar eigin vitund og sýn !

Námskeiðið er eitt skipti. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur verða Edda Rán Jónasdóttir og Sigríður Pétursdóttir. 

Scroll to Top