Meðvirkni stuðningshópur

Fyrir hverja: Fyrir þátttakendur sem hafa þegar lokið meðvirkni námskeiði hjá okkur í Janus.

Markmið stuðningshópssins er að öðlast enn frekari meðvitund og þekkingu á einkennum meðvirkni með hlustun og umræðum um meðvirkni í hóp. Að þátttakandinn geti dregið markvisst úr meðvirkri hegðun með framkvæmd verkefna á milli tíma.

  • Mánudagar 13.00 – 14.00 (4. hæð)

Í stuðningshópnum verða umræður og heimaverkefni gefin út frá eftirfarandi viðfangsefnum:

  • Upplifa heilbrigða sjálfsvirðingu.
  • Setja heilbrigð mörk.
  • Viðurkenna og tjá eigin raunveruleika.
  • Sinna þörfum sínum og löngunum á fullorðinsaldri.
  • Upplifa og tjá veruleika sinn af hófsemi.

Stuðst verður við bókina Meðvirkni, orsakir, einkenni og úrræði eftir höfundinn Piu Mellody. Umræður og hlustun er mikilvægur hluti stuðningshópsins.

Námskeiðið verður lokaður hópur og ekki verður hægt að skrá sig eftir að námskeið hefst. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur verða Berglind Ásgeirsdóttir og Sigríður Anna Einarsdóttir.

Scroll to Top