Meðvirkni stuðningshópur

Fyrir hverja: Fyrir alla þátttakendur Janusar endurhæfingar.

Markmið stuðningshópssins er að öðlast enn frekari meðvitund og þekkingu á einkennum meðvirkni með hlustun og umræðum um meðvirkni í hóp. Að þátttakandinn geti dregið markvisst úr meðvirkri hegðun með framkvæmd verkefna á milli tíma. Námskeiðið er í umsjón starfsmanna Janusar endurhæfingar. 

  • Mánudaga 9.00 – 10.00 (4. hæð)

Stuðst verður við bókina Meðvirkni, orsakir, einkenni og úrræði eftir höfundinn Piu Mellody. Umræður og hlustun er mikilvægur hluti stuðningshópsins.

Í stuðningshópnum verða umræður og heimaverkefni gefin út frá eftirfarandi viðfangsefnum:

  • Upplifa heilbrigða sjálfsvirðingu.
  • Setja heilbrigð mörk.
  • Viðurkenna og tjá eigin raunveruleika.
  • Sinna þörfum sínum og löngunum á fullorðinsaldri.
  • Upplifa og tjá veruleika sinn af hófsemi.

Námskeiðið er lokaður hópur og verður ekki hægt að skrá sig eftir að námskeið hefst. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinandi verður Sigríður Anna Einarsdóttir.

Scroll to Top