Matur er mannsins megin

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur kynnist manneldismarkmiðum og grunnhugtökum í næringarfræði. Auki vitund og vitneskju sína um hollustu matvæla og hvernig hægt er að borða hollt, hagkvæmt og í núinu.  

Þriðjudögum kl. 13.00 – 15.30

Fjallað verður m.a um eftirfarandi hluti:

  • Hugtök í næringarfræði
  • Manneldismarkmið
  • Lesa á umbúðir
  • Njóta matarins í núinu
  • Matarsóun
  • Uppskriftir
  • Fjármál og innkaup
  • Hagkvæmni í eldamennsku

Einnig verður stefnt að því að fara saman í heimsókn á vinnustað sem tengist mat á einhvern hátt og munu þátttakendur velja í sameiningu hvert verður farið. Loks verður stefnt að því að elda saman rétti sem þátttakendur velja að elda.

Námskeiðið verður opinn hópur og verður hægt að skrá sig eftir að námskeið hefst. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur verða Sigríður Pétursdóttir, Hrefna Þórðardóttir og Elsa Sveinsdóttir.

Scroll to Top