Litum og stimplum efni

Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar

Markmið námskeiðsins er að bjóða upp á streitulosandi handavinnu í notalegu umhverfi og einnig að skapa tækifæri til að vinna í samfélagi við aðra og virkja áhugahvöt hvers og eins og sköpunargleði.

  • Þriðjudaga kl. 13.00 – 15.30 (2. hæð Miðja)

Á námskeiðinu verður boðið upp á taulitun með því að sprauta taulit í vökvaformi á efni sem er hnýtt eða vafið með sérstöku móti hins vegar og annars vegar með stimplunar aðferð þar sem notast er við taumálningu, blóm og lauf.

Tilgangur námskeiðs er að læra skemmtilegar aðferðir í taulitun, ásamt því að vera eins konar undirbúnings námskeið fyrir önnur námskeið, þar sem við erum að búa til efnivið sem notast á öðrum námskeiðum eins og t.d. í vefnað og hekl.

Í fyrstu 2. vikum námskeiðsins vinna allir í hóp við að sprauta taulit í vökvaformi á efni með svokölluðum ,,tie dye“ aðferðum þar sem efnin eru hnýtt með gúmmíteygjum til að ná fram ákveðnum mynstrum. Einnig eru efnin samhliða því rifin niður og rúlluð upp í hnikla sem notast á öðrum námskeiðum inná saumasvæði.

Í viku 3. og 4. vinna allir í hóp og gera alls konar tilraunir í að stimpla efni. Á saumasvæði verður úrval af alls konar blómum og laufum sem við málum og leggjum á efni til að fá fram fallegt jurtamynstur.

Í viku 5. og 6. má vinna frjálst eða klára verkefnin. Þátttakendur fá að prófa sig áfram í saumvél með taulistina sem búin hefur verið til á námskeiðinu og sauma fljótlegan púða, eða hefta listina utan um ramma og gera úr því vegglistaverk.

Listmunir sem skapaðir verða á námskeiðinu verða seldir í netsölu Styrktarsjóðs Janusar endurhæfingar. Allur ágóðinn af sölunni rennur beint í sjóðinn og nýtist þannig þeim þátttakendum sem eru í fjárhagslegri neyð, sjá nánar á heimasíðu Janusar endurhæfingar.

Þátttakendur mega velja og eiga einn listmun á önn af öllum þeim listmunum sem þeir framleiða í iðjunni, á meðan að þeir eru í endurhæfingunni og taka þátt í listmunasköpun innan Janusar endurhæfingar. Allir aðrir listmunirnir þátttakenda „ganga til góðs“, þ.e.a.s. verða seldir í netsölu Styrktarsjóðs Janusar endurhæfingar.

Námskeiðið verður opinn hópur og verður hægt að skrá sig eftir að námskeið hefst. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinandi verður Sigríður Hannesdóttir.

Scroll to Top