Listmunir úr steypu

Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar

13. janúar – 17. febrúar

Markmið námskeiðs er að þátttakendur æfa sig í vinnutengdum athöfnum á vinnusvæðum iðjunnar ásamt því að æfa sig í mætingum, stundvísi, auka virkni og að geta leitað eftir aðstoð hjá leiðbeinendum  og þátttakendum iðjunnar. Námskeiðið er í umsjón starfsmanna Janusar endurhæfingar. 

  • Föstudaga kl. 9.00 – 11.30 (2. hæð Vestur)

Á þessu námskeiði leyfum við sköpunargleðinni að taka völdin, steypan bíður uppá endalausa möguleika í sköpun og hægt að móta nánast hvað sem er úr henni.  Við notumst við nokkrar gerðir af steypublöndum, munirnir eru svo málaðir og má nota þá bæði úti sem inni.

Allir listmunirnir þátttakenda „ganga til góðs“, þ.e.a.s. verða seldir í netsölu Styrktarsjóðs Janusar endurhæfingar.  Allur ágóðinn af sölunni rennur beint í sjóðinn og nýtist þannig þeim þátttakendum sem eru í fjárhagslegri neyð, sjá nánar á heimasíðu Janusar endurhæfingar.

Atvinnutengd vinnufærni: Þjálfa sig í að vinna verkefni frá upphafi til enda, þjálfa sig í að vera hluti af verkferli t.d. við framleiðslu, auka trúna á sjálfan sig, styrkja sjálfstæð vinnubrögð, auka úthald til vinnu bæði andlega og líkamlega, finna styrkleika sína og vinna með þá og auka getu og úthald til að sinna verkefnum sem höfða ekki til þeirra.

Félagsfærni: Vinna með vinnutengd samskipti t.d. hvað er viðeigandi að ræða um á vinnusvæði, skiptast á upplýsingum á vinnusvæði tengt verkefninu, koma skilaboðum áfram, spjalla við aðra þátttakendur eins og taka þátt í umræðuefni á vinnusvæði og þjálfun í að aðstoða aðra.

Hand- og verkfærni: Auka og styrkja verkfærni, vinna með líkamsbeitingu, samhæfingu hreyfinga, fínhreyfingar og skynáreiti, þjálfa sig í að fara eftir leiðbeiningum, og ýta undir skapandi hæfileika.

Námskeiðið er opinn hópur og verður hægt að skrá sig eftir að námskeið hefst. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur verða Halldór Bjarki Ipsen og Þórhildur Kristjánsdóttir.

Scroll to Top