Listasmiðja (e. hádegi)

Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar

Þriðjudaginn 23. febrúar hefst Listasmiðja í Janusi endurhæfingu. Markmiðið er bjóða aðstöðu til að þátttakendur geti komið með sín verkfæri og verkefni og unnið að þeim í Janusi endurhæfingu. Einnig að skapa tækifæri til að vinna í samfélagi við aðra og virkja áhugahvöt hvers og eins. 

  • Þriðjudaga kl. 9.00 – 11.30 og kl. 13.00-15.30 (2. hæð miðja)

Markmiðið er að .. 

  • þjálfa listrænt innsæi, ákvarðanatöku og sköpunargleði með handverki.
  • Að veita þátttakendum stuðning og skapa tækifæri til að vinna í samfélagi við aðra. 
  • þátttakendur geti beitt helstu aðferðum mósaíkvinnunnar og tekið sjálfstæðar ákvarðanir hvað varðar liti, mynstur og frágang.
  • bjóða aðstöðu til að þátttakendur geti sinnt sinni listsköpun í fallegu og hvetjandi umhverfi.
  • virkja áhugahvöt hvers og eins.

Gert er ráð fyrir sjálfstæðum vinnubrögðum þátttakanda 

Námskeiðið er opinn hópur og geta þátttakendur skráð sig hvenær sem er á tímabilinu í samráði við umsjónarmenn námskeiðs. Skráning fer fram í samvinnu við tengiliði og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Halldór Bjarki, Þórhildur og Sigríður Ósk Hannesdóttir.

Scroll to Top