Jólamarkaður og listasmiðja

10. nóvember – 15. desember

Markmið námskeiðs er að þátttakendur kynnist að vinna með ýmis efni og verkfæri, vinni í hóp og einnig geta þátttakendur skipt með sér verkefnum. Námskeiðið er í umsjón starfsmanna Janusar endurhæfingar. 

  • Fimmudaga kl. 9.00 – 11.30 (2. hæð Suður) og kl. 13.00 – 15.30 (2. hæð Suður)

Jólamarkaður og listasmiðja

Unnið verður með fjölbreytt verkefni

Undirbúningur fyrir jólamarkað sem við stefnum á að halda 1.desember, þar munum við hanna auglýsingar, safna vinningum fyrir tombólu, yfirfara muni sem verða til sölu, verðmerkja og ýmis önnur verkefni sem tengjast jólamarkaðinum.

Við munum búa til jólatengda muni svo sem hurðakransa, óróa og jólaskraut sem við seljum á jólamarkaðinum.

Námskeiðið er opinn hópur og verður hægt að skrá sig eftir að námskeið hefst. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur verða Halldór Bjarki Ipsen og Þórhildur Kristjánsdóttir.

Scroll to Top