Jóga og Jóga Nidra djúpslökun

2.júlí – 9.júlí (2 skipti)

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur kynnist og læri að upplifa töfra Vinyasa Jógaflæði. Jóga Nidra sem gefur ró og betri tengingu við líkama, hug og sál.

  • Þriðjudagar kl. 11:45 – 12:45 (4.hæð)

Tímarnir byggja á Vinyasa jógaflæði með áherslu á liðkandi og styrkjandi æfingar. Jóga Nidra í 30 mínútur – sem gefur ró og betri tengingu við líkama, hug og sál.

Námskeiðið er fyrir þátttakendur Janusar endurhæfingar og hentar bæði byrjendum og lengra komnum. Gott er að vera í  þægilegum fötum sem gefa eftir

Mikilvægt er að mæta á réttum tíma. Salnum er lokað 5 mínútum eftir að tími hefst

Námskeiðið er opinn hópur og verður hægt að skrá sig eftir að námskeið hefst. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinandi verður Sigríður Pétursdóttir.

Scroll to Top