Jóga – Hatha (fjarfræðsla)

Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar.

Fimmtudaginn 25. febrúar hefst námskeiðið Hatha Jóga. Námskeiðið byggir á Hatha jóga, gerðar verða jógateygjur og léttar styrkjandi æfingar auk öndunaræfinga, sem stuðla að ró og núvitund. Tíminn endar á slökun. Námskeiðið hentar bæði byrjendum og lengra komnum.

  • Fimmtudaga kl. 13:00-14:00

Jóga er góð leið til að tengjast líkama, öndun og huga. Markmið námskeiðsins er að öðlast þekkingu og reynslu á Hatha Jóga. Leið til þess að öðlast ró og tengingu við líkama sinn, huga og öndun, með öndunaræfingum, slökun og liðkandi og styrkjandi æfingum.

Námskeiðið er opinn hópur og geta þátttakendur skráð sig hvenær sem er á tímabilinu. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Umsjónarmaður verður Sólveig Gísladóttir, iðjuþjálfari og jógakennarari.

Scroll to Top