Hvar er ég? Hvað þarf ég?

Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar

Markmið námskeiðsins er að fræða og ræða um þá grunnþætti í daglegu lífi sem mikilvægt er að hafa í huga til að auka lífsgæði og jafnvægi.  Fræðslan miðar að því aðstoða þátttakendur í að takast á við þær breytingar sem endurhæfingin felur í sér með umræðum og verkefnum.

  • Þriðjudagar kl. 13.00 – 14.30 (3. hæð – Holtasóley / tölvurými)

Rætt verður um það að byrja í endurhæfingu feli í sér  mikilvæg atriðið eins og t.d. eigin umsjá, að sinna hlutverkum sínum eða störfum, hvíld og slökun, tómstundum og áhugamálum.  Farið verður í að kynna markmiðasetningu í tengslum við þessi atriði og einnig mikilvægi seglu og jafnvægis í daglegu lífi.

Námskeiðið verður opinn hópur og verður hægt að skrá sig eftir að námskeið hefst. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur verða Lena Rut Olsen og Sigrún Ólafsdóttir.

Scroll to Top