Hundurinn okkar

16. ágúst – 20. september

Markmið er að búa til umræðu um sameiginlegt áhugamál, hvernig við skiptumst á upplýsingum frá hvort öðru ásamt því að læra hvernig við getum skilið hundinn okkar betur. Námskeiðið er í umsjón starfsmanna og þátttakanda Janusar endurhæfingar. 

  • Þriðjudaga kl. 9.00 – 11.00 (2. hæð Suður)

Á námskeiðinu munum við tala saman um hundinn okkar, lærum um merkjamál hunda, hvernig við getum kennt hundinum að slaka betur á, búum til vikuplan hvernig við ætlum að sinna hundinum.

Einnig munum við fara yfir helstu hlýðniæfingar, taumgöngu og innkall.

Námskeiðið er opinn og verður hægt að skrá sig eftir að námskeið hefst. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinandi verður Þórhildur Kristjánsdóttir.

Scroll to Top