Hugræn atferlismeðferð (HAM) – Hópnámskeið við kvíða og þunglyndi

Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar. Opið er fyrir skráningu en umsjónarmenn munu forgangsraða inn á námskeiðið.

Markmið námskeiðsins er að auka færni til að kljást við meðaldjúpt og vægt þunglyndi og kvíða. Einnig að bæta almenna líðan, til að fyrirbyggja geðrænan vanda og viðhalda bata. Kenna aðferðir sem stuðla að auknu geðheilbrigði.

Námskeiðið er tvisvar í viku, ásamt vinnustofa sem er einu sinni í viku:

  • Þriðjudaga kl. 9.00 – 11.30 (4. hæð)
  • Fimmtudaga kl. 9.00 – 11.30 (4. hæð)
  • Vinnustofa fimmtudaga kl. 11.40 – 12.40 (3. hæð Holtasóley)

Á námskeiðinu verður fjallað um eftirfarandi:

  • Kynntar verðar kjarnahugmyndir um hugræna atferlismeðferð.
  • Kynntar verða aðferðir HAM sem samkvæmt rannsóknum virka vel á vægt og meðaldjúpt þunglyndi og kvíða.
  • Aðallega er unnið með virkni og neikvæðar hugsanir.
  • Í námskeiðinu kortleggja þáttakendur vandamál sín og setja sér markmið  í samvinnu  við námskeiðshaldara. 
  • Í námskeiðinu er krafa um virka þáttöku í tíma og og að einstaklingar sinni krefjandi heimavinnu og vinni einstaklings og hópverkefni í tímanum.
  • Í námskeiðinu verða unnin HAM verkefni á ýmsa vegu og í samvinnu við aðrar fagstéttir innan Janus endurhæfingu. Námskeiðið er ætlað að vera hagnýt meðferð og krefjandi en einnig er lagt upp með að hún sé skemmtileg og lífleg.
  • Boðið verður upp á vinnustofu ef þátttakandi hefur verið fjarverandi auk frekari stuðnings við verkefni.

Námskeiðið verður lokaður hópur og verður ekki hægt að skrá sig eftir að námskeið hefst. Ekki er hægt að skrá sig í DAM námskeið samhliða námskeiðinu. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur verða Edda Rán Jónasdóttir og Salóme Halldórsdóttir.

Scroll to Top