Hreyfing sem lífstíll

Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar

20. apríl – 25. maí

Markmiðið námskeiðsins er að vekja athygli á því hversu góð áhrif það hefur á andlega og líkamlega heilsu að hreyfa sig. Námskeiðið er í umsjón starfsmanna Janusar endurhæfingar.

  • Mánudaga kl. 10.00 – 11.00 (World Class í Laugum– Sal nr. 4)
  • Miðvikudaga kl. 10.00 – 11.00 (World Class í Laugum– Sal nr. 4)

Hóptímar undir handleiðslu einkaþjálfara, einstaklingsmiðaðar leiðbeiningar í æfingum ef þörf er á. Í tímunum vinnum við með æfingar fyrir allan líkamann sem styrkja okkur inn í daglegt líf og bæta þolið. Við leggjum àherslu á að allir mæti sér þar sem þeir eru staddir en séu jafnframt tilbúnir að prófa nýja hluti og ögra sér í æfingum. 

Námskeiðið er opinn hópur og verður hægt að skrá sig eftir að námskeið hefst. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinandi verður Þórhildur Kristjánsdóttir.

Scroll to Top