Hreyfing sem lífsstíll (mánudagar)

Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar

Mánudaginn 22. febrúar hefst námskeiðið Hreyfing sem lífsstíll í World Class Laugum í sal 4. Mikilvægt er að fara beint í og úr salnum og vera á réttum tíma. Sinna öllum þeim reglum sem World Class setur vegna smitvarna.

  • Mánudaga kl. 9.50 – 10.50
  • Fimmtudaga kl. 10.05 – 11.05

Námskeiðið er hóptímar undir handleiðslu sjúkraþjàlfara. Einstaklingsmiðaðar leiðbeiningar í æfingum ef þörf er á. Í tímunum er unnið með æfingar fyrir allan líkamann sem styrkja okkur inn í daglegt líf og bæta þolið. Lögð er áhersla á að allir mæti sér þar sem þeir eru staddir en séu jafnframt tilbúnir að prófa nýja hluti og ögra sér í æfingum. 

Námskeiðið er opinn hópur og geta þátttakendur skráð sig hvenær sem er á tímabilinu. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur verða Agnes Ósk Snorradóttir og Kara Elvarsdóttir, sjúkraþjálfarar.

Scroll to Top