Hnýtingar & skart

Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar

13. apríl – 25. maí

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur æfa sig í vinnutengdum athöfnum á vinnusvæðum iðjunnar ásamt að æfa sig í mætingum, stundvísi, auka virkni og að geta leitað eftir aðstoð hjá leiðbeinendum og þátttakendum iðjunnar.  Námskeiðið er í umsjón starfsmanna Janusar endurhæfingar. 

  • Fimmtudaga kl. 13.00 – 15.00 (2. hæð Vestur)

Hnýtingar (macrame) er skemmtileg aðferð við að búa til vegghengi, blómahengi, lyklakippur eða annað úr hnýtingagarni. Opið er fyrir skartgripagerð ef þátttakendur svo kjósa og önnur verkefni (óróar, gluggahengi ofl) með þann efnivið sem Janus leggur fram.

Þátttakendur mega eiga einn listmun sem þeir gera á námskeiðinu. Allir aðrir listmunirnir þátttakenda „ganga til góðs“, þ.e.a.s. verða seldir í netsölu Styrktarsjóðs Janusar endurhæfingar.  Allur ágóðinn af sölunni rennur beint í sjóðinn og nýtist þannig þeim þátttakendum sem eru í fjárhagslegri neyð, sjá nánar á heimasíðu Janusar endurhæfingar

Atvinnutengd vinnufærni: Þjálfa sig í að  vinna verkefni frá uppafi til enda, vera hluti af verkferli og styrkja sjálfstæð vinnubögð.

Félagsfærni: Vinna með vinnutengd samskipti t.d. hvað er viðeigandi að ræða um á vinnusvæði, skiptast á upplýsingum tengt verkefninu, koma skilaboðum áfram, spjalla við aðra og taka þátt í umræðum á vinnusvæði. 

Hand- og verkfærni: Vinna með líkambeitingu, samhæfingu hreyfinga, fínhreyfingar og skynáreiti, fara eftir leiðbeiningum og ýta undir skapandi hæfileika.

Námskeiðið er opinn hópur og verður hægt að skrá sig eftir að námskeið hefst. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur verða Linda Ólafsdóttir og Alma Dögg Torfadóttir.

Scroll to Top