Grunnur í hreyfingu / líkamsvitund

21.febrúar – 27.mars

Markmið námskeiðsins er að gera hreyfingu að eðlilegum hluta daglegs lífs. Finna hvar líkamlega geta og mörk manns eru og vinna út frá því.

  • Miðvikudagar kl. 11:00 – 12:00 (4.hæð)

Við byrjum tímana á léttum upphitunaræfingum. Gerum svo styrkjandi og liðkandi æfingar sem miða að getu hvers og eins. Einnig gerum við einfaldar líkamsvitundaræfingar og tengjum það jafnvel við líkamsbeitingu. Nálgumst þetta allt út frá getu hvers og eins og af virðingu við líkamann.

Námskeiðið er opinn hópur. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinandi verður Hrefna Þórðardóttir.

Scroll to Top