Grunnur í hreyfingu

Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar

18. apríl – 23. maí

Markmið námskeiðsins er að hvetja til þess að líkamleg hreyfing verði hluti af daglegu lífi. Bæta með því almenn lífsgæði og andlega og líkamlega heilsu. Námskeiðið er í umsjón starfsmanna Janusar endurhæfingar. 

  • Þriðjudaga kl. 13.00 – 14.00 (4.  hæð)

Æfingar, hvatning og fræðsla í rólegu umhverfi. Einfaldar æfingar og léttar líkamsvitundaræfingar í bland. Æfingar sem auðvelt er að gera líka heima.

Allir velkomnir en er sérstaklega beint til þeirra sem eru að koma sér af stað í líkmsþjálfun, annað hvort í fyrsta sinn eða eftir hlé. Áhersla á styrkjandi og liðkandi æfingar sem og líkamsvitundaræfingar. 

Ekki nauðsynlegt að vera í sérstökum klæðnaði en gott að vera í fötum sem auðvelt er að hreyfa sig í.

Námskeiðið er opinn hópur og verður hægt að skrá sig eftir að námskeið hefst. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinandi verður Hrefna Þórðardóttir.

Scroll to Top